BROTHÆTT LEÐJA Í IÐUKJALLARANUM.......opnar í kjallara IÐU-hússins við Lækjargötu föstudaginn 5. desember klukkan 17.
Sýningin er opin frá klukkan 13-18:
Laugardaginn 6.12.
sunnudaginn 7.12.
fimmtudaginn 11.12.
föstdaginn 12.12.
laugardaginn 13.12.
sunnudaginn 14.12.
Brothætt leðja er samsýning nemenda á fyrsta og öðru ári í MÓTUN - Leir og tengd efni sem er tveggja ára fullt nám á háskólastigi í keramik við Myndlistaskólann í Reykjavík. Námið er unnið í samstarfi við erlenda listaháskóla þar sem hægt er að ljúka BA gráðu.
Verkefni fyrsta árs var að rannsaka og skoða uppruna leirsins og leirkersins. Nemendur tóku þátt í tilraunastofu með íslenskan leir úr Fagradal á Skarðströnd þar sem hver nemandi rannsakaði og gerði ýmsar tilraunir með leirinn. Nemendur sýna afrakstur verkefnis þar sem aðferðir fortíðar eru nýttar í nytjahluti fyrir nútímann. Unnið var eingöngu með jarðleir og frumstæðar mótunar aðferðir. Notaðar voru aðferðir Forn Grikkja og Egypta við meðhöndlun á yfirborði hlutanna. Kennarar voru Brynhildur Pálsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Þóra Breiðfjörð
Viðfangsefni annars árs á haustönn var Líkaminn í sinni fjölbreyttustu mynd. Grunnur verkefna var byggður á ytri áferð, innyflum, beinum og öðrum formrænum fyrirbærum mannslíkamans. Teikning sem órjúfanlegur þáttur sköpunarferils nemenda var stór þáttur í hverju verkefni auk vikulegra heimspekitíma. Leitað á innri mið og svigrúm gefið til persónulegrar vinnu. Áhersla var lögð á frelsi til sjálfstæðrar sköpunar. Kennarar voru Sólveig Aðalsteinsdóttir og Guðjón Ketilsson
MÓTUN - Deildarstjóri Mótunar er Ólöf Erla Bjarnadóttir
keramik@myndlistaskolinn.is
Sími: 5614993 & 8925544