22.6.2007

Magma - bókin

Magma kápa
Samhliða sýningunni Magma / Kvika var gefin út hönnunarbók um íslenska samtímahönnun. Bókin er á íslensku og ensku og þjónar mikilvægu hlutverki við kynningu á íslenskri hönnun hér heima og erlendis.

Með dyggum stuðningi auglýsingastofunnar Góðs fólks sem gaf hönnunina á bókinni (Ámundi Sigurðsson hannaði) og Prentsmiðjunnar Odda, sem gaf prentunina, var hægt að gefa út þessa veglegu bók, sem er í raun eina bókin sem er til um íslenska samtímahönnun.

Ritstjórnin var í höndum Guðbjargar Gissurardóttur hjá Hönnunarvettvangi. Aðrir sem komu að vinnslu bókarinnar voru: Hafþór Yngvarsson, Listasafn Reykjavíkur og Þórhildur Elínardóttir, textahöfundur. 


> Skoða bók (pdf)

 
















yfirlit