Sýningin var opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík 19. maí og stendur til 26. ágúst 2007.
Magma / Kvika er ein viðamesta sýning sem sett hefur verið upp á íslenskri samtímahönnun og spannar svið hennar ótal víddir greinarinnar, svo sem húsgögn, fatnað, ljós, skartgripi, byggingarlist og nýsköpun.
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á mikilvægi hönnunar í okkar nánasta umhverfi og vekja fólk til meðvitundar um margslungnar birtingamyndir hennar. Án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því þá snertir hönnun okkur öll en mótun og gerð hluta á sér oft langa og merkilega sögu sem ekki er skráð utan á þá. Á sýningunni er gerð tilraun til að endurspegla þessa þætti hönnunar. Heiti sýningarinnar, Kvika, vísar til þess kraumandi sköpunarkrafts sem einkennir stöðu íslenskrar hönnunar í dag.
Á sýningunni verður einnig kynnt nýsköpunarverkefni fimm hönnuða, sem gerð eru sérstaklega fyrir sýninguna. Þessir hönnuðir eru Ninna Þórarinsdóttir, Páll Einarsson, Sigríður Heimisdóttir, Unnur Friðriksdóttir og Þórunn Árnadóttir og spanna verk þeirra allt frá ofni til ljósakjóls.
Sýningunni verður fylgt úr hlaði með vandaðri bók um íslenska samtímahönnun sem styrkt er af auglýsingastofunni Góðu Fólki og pretsmiðjunni Odda. Einnig verður efnt til fræðslu- og fyrirlestradagskrár á sýningartímabilinu.
Sýningarstjóri Kviku er Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, hönnuður, sem vann m.a. til Sjónlistaverðlaunanna fyrir hönnun á síðasta ári.
Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Listahátíðar í Reykjavík, Hönnunarvettvangs.
Straumur Burðarás og Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið styrkja sýninguna.
Sýnendur eru:
66°Norður www.66north.is
Aðalsteinn Stefánsson www.ornametrica.com
Arkis www.arkis.is
Arndís Jóhannsdóttir www.kirs.is/art_work/arndis.htm
Aurum www.aurum.is
Áslaug Snorradóttir www.pikknikk.is
Berglind Snorradóttir www.icelanddesign.is/winkbyberglindsnorra
Björg Juto
Brynhildur Pálsdóttir www.sukkuladifjoll.com
Brynja Baldursdóttir
Dögg Guðmundsdóttir www.doggdesign.com
Egill Kalevi Karlsson
Elisabet Jónsdóttir
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Fanney Erla Antonsdóttir www.fanney.net
Farmers market www.farmersmarket.is
Gagarín www.gagarin.is
Gilbert úrsmiður www.jswatch.com
Goform
Gott fólk www.gottfolk.is
Group G. www.Grettisborg.com
Guðjón Tryggvasson
Guðlaug Friðgeirsdóttir / kunos www.gudlaugf.com
Guðný Hafsteinsdóttir
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir www.bility.is
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir www.icelanddesign.is/grs
Gunnar Þór Arnarsson
Hafmynd www.gavia.is
Halla Helgadóttir www.fiton.is
Harpa Einarsdóttir
Helga Ósk Einarsdóttir www.milla.is
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Hildigunnur Gunnarsdóttir www.hildigunnur.is
Hildur Helgadóttir Zoega
Hildur Ýr Jónsdóttir http://hilduryr.spaces.live.com/
Hjalti Karlsson www.karlssonwilker.com
Hlynur Vagn Atlasson www.atlason.com
Hrafnkell Birgisson www.hrafnkell.com
Hulda Helgadóttir www.maidinhulda.com
Ísak Winther www.royal.is
Katrín Ólína Pétursdóttir www.katrin-olina.com
Kogga / Kolbrún Björgólfsdóttir www.kogga.is
Kristín S. Garðarsdóttir www.subba.is
Landslag, Dagný Bjarnadóttir www.landslag.is
Linda Björg Árnadóttir www.lindabjorgarnadottir.com
Margrét Guðnadóttir www.kirs.is
María K Magnúsdóttir www.mkm-footwear.com
Mary / Ólöf María Ólafsdóttir www.omo.is
Massimo Santanicchia
Mundi www.mundidesign.net
Nakti apinn www.dontbenaked.com
Nikita www.nikitaclothing.com
Ninna Þórarinsdóttir www.fiska.co.uk
Ólafur Ómarsson
Ólöf Erla Bjarnadóttir www.kirs.is
Páll Einarsson
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir
Hún design
Rósa Hrund Kristjansdótttir
Róshildur Jónsdóttir www.roshildur.com
Sesselja Guðmundsdóttir / Hite www.theexplorers.net
Sigríður Á. Jónsdóttir www.siggadis.is
Sigríður Heimisdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir
Snæbjörn Stefánsson www.ideashelter.com
Snæfrið Þorsteins www.snaefrid.is
Spakmannsspjarir www.spaksmannsspjarir.is
Sruli Recht www.srulirecht.com
Stefán Pétur Sólveigarson og Sverrir Ásgeirsson www.hrutaspilid.is
Steinunn Sigurðardóttir www.steinunn.com
Studio granda www.studiogranda.is
Sunna Dögg Ásgeirsdóttir www.sunnadesign.com
Theresa Himmer
Tinna Gunnarsdóttir www.tinnagunnarsdottir.is
Tuesday project www.tuesdayproject.com
Unnur Friðriksdóttir
Védís Jónsdóttir www.istex.is
Vík prjónsdóttir www.vikprjonsdottir.com/
Þóra Breiðfjörð www.thorabreidfjord.is
Þórdís Claessen www.osoma.is
Þórunn Árnadóttir www.thorunndesign.com
Össur www.ossur.com