Fréttir

15.3.2012

Nýr dagskrárvefur HönnunarMars



Meðal helstu nýjunga HönnunarMars í ár er glæsilegur dagskrárvefur, honnunarmars.is, þar sem dagskrá hátíðarinnar eru gerð góð skil.

Um leið er í fyrsta skipti öll dagskráin kynnt á ensku sem er í takt við aukinn straum erlendra gesta í HönnunarMars.

Fylgstu með á honnunarmars.is.


 

Auk þess er dagskrárbæklingur HönnunarMars væntanlegur úr prentun, en hann verður hægt að nálgast í alfaraleið í HönnunarMars. Nú þegar er hægt að glugga í bæklinginn hér en auk þess má nálgast hann í pdf-skjali hér að neðan.

Í nýjasta blaði The Reykjavik Grapevine er auk þess sérblað tileinkað HönnunarMars þar sem nálgast má dagskrána á ensku.




Dagskrárbækling HönnunarMars má hala niður hér í pdf-skjali.


















Yfirlit



eldri fréttir