Fréttir

20.5.2020

Hack the crisis Iceland - 22.-25. maí




Hönnunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili að “Hack the crisis Iceland” - stafrænt Hakkaþon sem fer fram dagana 22.-25. maí. 

Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Teymunum býðst einnig að fá ráðgjöf frá mentorum sem hjálpa þeim í gegnum ferlið.

Hakkaþonið fer fram á netinu og allir geta tekið þátt. Verðlaun að andvirði 2.500.000 krónur. 


Áskoranir hakkaþonsins eru eftirfarandi: 
1. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu

2. Nýsköpun við félagslegum áskorunum

3. Nýsköpun í menntamálum

4. Nýsköpun í atvinnumálum

5. Opinn flokkur. 


Frekari upplýsingar má finna á heimsíðu Hakkaþonsins hér.

Skráðu þig til leiks hér.

Viltu vera mentor?
Mentorar styðja við þau teymi sem taka þátt í hakkaþoninu með viðtölum og fjarspjalli. Hver mentor fyrir sig getur ákveðið hve mörgum teymum hann vill veita ráðgjöf og þar með hve miklum tíma hann vera. 


Hér er hægt að skrá sig sem mentor. 


Fylgstu með viðburðinum á Facebook hér. 

Dómnefnd mun svo kynna sigurvegara í hverjum flokki þann 28. maí í beinu streymi sem hægt verður að fylgjast með hér. 


















Yfirlit



eldri fréttir