Fréttir

25.5.2020

Sumarnámskeið Endurmenntunar - markaðssetning á netinu, verkefnastjórnun og hlaðvarpsgerð
Endurmenntun HÍ hafa sett á vef sinn fjöldann allan af sumarnámskeiðum þetta árið sem eru sniðin að námsmönnum og atvinnuleitendum sem vilja undirbúa sig fyrir nýtt nám, nýjan starfsvettvang eða flýta fyrir sér í námi. Þau hentar einnig starfsfólki í hlutastörfum og almenningi til að brúa færnibil og sem leið til starfsþróunar og sjálfseflingar. 


Námið á sumarmisseri er niðurgreitt af menntamálaráðuneytinu og er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga. Námskeiðin eru opin öllum þó stjórnvöld hugsi þetta úrræði sérstaklega fyrir þann hóp sem er í biðstöðu. 

Hér eru dæmi um áhugaverð námskeið:

 

Verkefnastjórnun fyrir sjálfstætt starfandi eldhuga

 

WordPress grunnur - byrjendanámskeið

 

Hvernig birtist þú á netinu? - Markaðssettu sjálfan þig

 

Áætlanagerð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

 

Þrjú stök verkefnastjórnunarnámskeið

 

Hlaðvarð - nýtt tæki í fjölmiðlum og markaðssetningu

Hér er hægt að skoða allt framboð sumarnámskeiða hjá Endurmenntun.

Yfirliteldri fréttir