Hanna Dís Whitehead
Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead
var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá
ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega
norræna hönnuði.
Hanna
Dís verður með muni úr bæði Díalóg-línu sinni og viðarhúsgögn úr
Vítahrings-línu sinni. Hver og einn hönnuður hjá ÅBEN er sérstaklega
valinn út frá því að hafa þessa sérstöku norrænu fagurfræði en einnig að
búa yfir sérstöðu sem gerir þá eftirtektaverða. Fyrirtækið sérhæfir sig
í að finna efnilega norræna hönnuði og mynda tengsl á milli þeirra
viðskiptavina sem leitast eftir því að fá dýpri og meiri þekkingu á þá
muni sem þeir fjárfesta í og velja inn á sitt heimili. Þannig er búið
til persónulegra samband á milli framleiðanda, hönnuðar og
viðskiptavinar. Með hverri seldri vöru fylgir saga um hvernig og
afhverju hún varð til.
Hér
er hægt að lesa viðtal við Hönnu Dís sem var birtist á heimasíðu ÅBEN
þar sem hún meðal annars talar um innblásturinn frá heimabænum Höfn í
Hornafirði, hönnunarferlið, sögurnar á bakvið vörurnar og margt margt
fleira.
Hér er hægt að lesa meira um ÅBEN.