Félag íslenskra teiknara og Art Directors Club of Europe (ADC*E) í samstarfi við Huawei Global Theme Design Competition óska eftir innsendingum frá hæfileikaríkum hönnuðum og myndhöfundum frá Íslandi.
Huawei leggur áherslu á að afhjúpa nýstárlegar hugmyndir innan hönnunarsamfélagsins og hvetur til nýsköpunnar með áherslu á farsíma.
Keppnin samanstendur af fjórum flokkum; þemu (e. themes), veggfóður (e. wallpaper), skjámynd úra (e. watch faces) og borgir (e. cities).
Vegleg peningaverðlaun eru í boði og hvetjum við sem flesta til að taka þátt því til mikils er að vinna:
- Heildarverðlaunafé ásamt styrkveitingum nema samtals 300.000 USD.
- Viðurkenning sem frumkvöðull á þessu sviði frá dómnefnd sem er skipuð heimsþekktum hönnuðum. Einnig stafræn verðlaun og hönnunarstaða hjá Huawei.
- Boð á verðlaunaafhendingu Huawei ásamt boði á aðrar sýningar og alþjóðlega viðburði.
Sigurvegarar verða kynntir öllum helstu samstarfsaðilum Huawei og á yfir eitt hundrað fjölmiðlum. Verðlaunaverkin verða kynnt sérfræðingum í fjarskiptageiranum og áhugafólki um allan heim. Sigurvegarar verða kynntir í yfir 170 löndum og fá tækifæri til að selja vinnu sína til 600 milljón notenda.
Á meðal þeirra sem dæma innsend verk eru David Carson, Wang Ziyuan, Norito Shinmura og Tiger Pan.
Nánari upplýsingar má finna hér.