Fréttir

8.11.2009

Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar | Skapandi fyrirtæki



Næsti fyrirlestur í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar og Listasafn Reykjavíkur ber yfirskriftina skapandi fyrirtæki og fer fram nk. fimmtudag 12. nóvember kl. 20:00 í Hafnarnúsi Listasafns Reykjavíkur.

Fyrirlesarar kvöldsins eru:

Margrét Sigrún Sigurðardóttir er aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, þar sem hún veitir Rannsóknarmiðstöð um skapandi greinar jafnframt forystu.

Hún fjallar um bókina Penny for your thoughts – 10 lessons to help you invest in and grow with a creative business.
Höfundar bókarinnar hafa um árabil stundað rannsóknir á sviði skapandi atvinnugreina. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós gagnkvæma fordóma í lista- og viðskiptaheiminum og telja höfundar að vinna mætti gegn fordómunum með því að skapa samræðugrundvöll milli þessara tveggja heima. Bókin er byggð á viðtölum við fjölda fólks sem starfar í fyrirtækjum í skapandi rekstri á Norðurlöndum, allt frá einyrkjum upp í fyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði. Þótt bókin taki dæmi af stofnun og rekstri skapandi fyrirtækja er henni ekki ætlað að vera kennslubók í rekstri og stofnun fyrirtækja heldur að gefa ráð um rekstur og vöxt með því að deila  reynslu innan nokkurra fyrirtækja af fjármögnun og skipulagningu fjarhagslegrar framtíðar þeirra. Auk Margrétar eru höfundar bókarinnar, Tobias Nielsén er ráðgjafi og útgefandi og hefur stundað rannsóknir á skapandi atvinnugreinum og Dominic Power er prófessor í hagrænni landafræði við Háskólann í Uppsölum.
Helga Valfells er sérfræðingur fjárfestinga hjá Nýsköpunarsjóði og mun fjalla um fjárfestingastefnu Nýsköpunarsjóðs og Frumtaks.

Gunnar Hilmarsson fatahönnuður og frumkvöðull hjá Andersen&Lauth segir frá uppbyggingu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur byggst hratt upp undanfarin ár en Frumtak fjárfesti í fyrirtækinu fyrr á þessu ári.

Glærur frá fyrirlesurum eru aðgengilegar hér að neðan:

Margrét Sigrún Sigurðardóttir | Penny for your thoughts

Helga Valfells | Nýsköpunarsjóður og Frumtak


Gunnar Hilmarsson | Andersen
















Yfirlit



eldri fréttir