Vinnustofur fyrir myndlistarmenn og hönnuði í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum eru lausar til umsóknar fyrir félagsmenn SÍM og félagsmenn aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðvar íslands, það eru félagsmenn í Arkitektafélagi Íslands, Fatahönnunarfélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhúsarkitekta, Félagi íslenskra gullsmiða, Félagi íslenskra landslagsarkitekta, Félagi íslenskra teiknara og Félagi vöru- og iðnhönnuða.
Vinnustofurnar eru frá 10 m2 upp í 76 m2 aðstærð, fleiri en einn geta sameinast um leigu á stærri vinnustofunum. Húsaleigan er kr. 700.- m2 á mánuði fyrir félagsmenn SÍM og kr. 800.- m2 á mánuði fyrir félagsmenn aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðvarinnar (ath að húsaleigan fylgirvísitölu neysluverðs), auk greiðslu í hússjóð. Innifalið í leigunni er rafmagn og hiti, nema ef um orkufrek rafmagnstæki er að ræða, þá þarf aðgreiða aukalega. Inni í stærri vinnustofunum eru vaskar. Góð sameiginleg aðstaða er í húsinu. Verið er að koma upp leirverkstæði og textílverkstæði sem leigutakar hafa aðgang að gegn gjaldi. Húsaleiguna skal greiða 1. hvers mánaðar og fyrirfram.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um feril og fyrirliggjandi verkefni og hvernig umsækjandi hyggst nota vinnustofuna.Vinnustofurnar eru leigðar til 3ja ára í senn. Úthlutunarnefnd á vegum SÍM og Hönnunarmiðstöðvar Íslands mun fara yfir umsóknir og úthluta vinnustofunum.
Leigutímabilið er frá 1. april 2009 til 31. mars 2012. Einungis fullgildir félagar í ofangreindum félögum koma til greina við úthlutun.
Umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um staðsetningu og stærð hverrar vinnustofu er að finna á heimasíðu SÍM og heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2009. Úthlutunverður lokið eigi síðar en 1. mars 2009.
Ath. að eldri umsóknir þarf að endurnýja!!
http://sim.is/Index/Islenska/Hagnytt/VinnustofurSIM/
UMSÓKNAREYÐUBLAÐ