16. júní 2020

Hönnunarmiðstöð Íslands verður Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir nýtt einkenni og nýjar áherslur í dag.

.
15. júní 2020

Óskað eftir hönnunarteymi - merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum

Merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum. Óskað eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar og merkingakerfi. Umsóknarfrestur til 12. ágúst. .
10. júní 2020

Fatahönnuðurinn Bára Hólmgeirsdóttir Eldhugi ársins hjá Reykjavíkurborg

Bára Hólmgeirsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar Aftur á Laugarveginum, hlaut viðurkenninguna Eldhugi í umhverfismálum 2020 frá Reykjavíkurborg. .
04. júní 2020

Sjálfbær byggingariðnaður, íslensk framleiðsla, handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun í íþróttum meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs.

Í dag, 4. júní, úthlutaði Hönnunarsjóður um 50 milljónum kr.í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. 49 verkefni hlutu styrk að þessi sinni en alls bárust 276 umsóknir um styrki þar sem sótt var um 520 milljónir. Árangurshlutfall umsækjenda er 18% en sjóðnum hefur ekki borist slíkur fjöldi umsókna frá stofnun hans 2013. .
27. maí 2020

HönnunarMars 2020 fer fram í júní!

HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði.
.
25. maí 2020

Sumarnámskeið Endurmenntunar - markaðssetning á netinu, verkefnastjórnun og hlaðvarpsgerð

Endurmenntun HÍ hefur sett í loftið fjöldann allan af sumarnámskeiðum þetta árið sem eru sniðin að námsmönnum og atvinnuleitendum sem vilja undirbúa sig fyrir nýtt nám, nýjan starfsvettvang eða flýta fyrir sér í námi. Námið er niðurgreitt af menntamálaráðuneytinu og liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga í kjölfarið á Covid-19.
.
22. maí 2020

Óskað eftir innsendingum í Huawei, alþjóðlega hönnunarsamkeppni

Félag íslenskra teiknara og Art Directors Club of Europe (ADC*E) í samstarfi við Huawei Global Theme Design Competition óska eftir innsendingum frá hæfileikaríkum hönnuðum og myndhöfundum frá Íslandi. .
20. maí 2020

Hack the crisis Iceland - 22.-25. maí

Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Hönnunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili að “Hack the crisis Iceland” - stafrænt Hakkaþon sem fer fram dagana 22.-25. maí.
.
19. maí 2020

Met slegið í umsóknafjölda í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs

Í lok apríl var opnað fyrir umsóknir í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs, sem var falið að úthluta 50 milljónum til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Umsóknafresti lauk í gær, 18. maí, og ljóst að að met var slegið í fjöldi umsókna sem bárust.
.
19. maí 2020

Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN

Hanna Dís Whitehead var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega norræna hönnuði.
.
15. maí 2020

Erum við saman í sókn?

Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Halla Helgadóttir skrifar.
.
15. maí 2020

Launasjóður listamanna auglýsir 600 mánaða aukaúthlutun vegna sérstakra aðgerða ríkisstjórnar Íslands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Launasjóð listamanna vegna aukaúthlutunar sem byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. .
15. maí 2020

Goddur með fyrsta viðburð í Hönnunarsafninu eftir samkomubann

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Nýklassík og handverkshreyfingin. .
14. maí 2020

Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum í þrjár nýjar stöður tengdar hönnun og arkitektúr

Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum í þrjár nýjar stöður innan skólans tengdar hönnun og arkitektúr fyrir haustið.
.
12. maí 2020

Meistaranemi í hönnun við LHÍ sigurvegari í Cumulus Green 2020

Valerio Di Giannantonio meistarnemi í hönnun við Listaháskóla Íslands hlaut sigur úr býtum í hinni alþjóðlegu nemendakeppni Cumulus Green 2020: Fyrir Hringrásarhagkerfið, með útskriftarverki sínu frá hönnunar- og arkitektúrdeild FiloSkin. .