Fréttir

12.5.2020

Meistaranemi í hönnun við LHÍ sigurvegari í Cumulus Green 2020




Valerio Di Giannantonio meistaranemi í hönnun við Listaháskóla Íslands hlaut sigur úr býtum í hinni alþjóðlegu nemendakeppni Cumulus Green 2020: Fyrir Hringrásarhagkerfið, með útskriftarverki sínu frá hönnunar- og arkitektúrdeild FiloSkin. 638 tilögur voru sendar í keppnina frá 163 háskólum í 44 löndum.

FiloSkin er vara hönnuð með aðferðir getgátuhönnunar (e. Speculative Design) að vopni. Hönnunin gengur út á að nýta þráð úr H. Pluvialis, sem eru örþörungar (e.microalga) sem geta framleitt súrefni með því að sía koltvíoxíð frá andrúmsloftinu og bregðast þar að auki við breytingum í umhverfinu með því að breyta um lit. Filoskin er gagnvirkur textíll sem á í beinum samskiptum við líkama okkar. Efnið gæti orðið til þess að draga úr neikvæðum þáttum er hafa áhrif á umhverfið og gert manneskjunni kleift að aðalagast aukinni mengun í umhverfinu.

Cumulus samtökin voru stofnuð árið 1990 og hafa síðan verið brautryðjandi í að sýna fram á mikilvægi listamanna og hönnuða við að skapa betri og mannúðlegri framtíð. Samtökin eru einu heimssamtökin sem þjóna háskólum á sviði lista og hönnunar.
 
Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Cumulus Green 2020 og hina sigurvegarana hér.

Hægt er lesa fréttina í heild sinni á vef Listaháskólans hér.





Valerio Di Giannantonio



















Yfirlit



eldri fréttir