Fréttir

14.5.2020

Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum í þrjár nýjar stöður tengdar hönnun og arkitektúr




Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum í þrjár nýjar stöður innan skólans tengdar hönnun og arkitektúr fyrir haustið. 

Leitað er eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingum með góða leiðtogahæfni í stöður sviðsforseta myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Starfshlutfall er 100% og umsóknarfrestur til 21. maí.  Frekari upplýsingar má finna hér.

Einnig er leitað að metnaðarfullum einstaklingi með sterka listræna sýn  í stöðu deildarforseta í arkitektúr sem ber ábyrgð á listrænni og akademískri stefnumótun fagsviðsins og útfærslu hennar í námi, kennslu og rannsóknum í samstarfi við sviðsforseta. Starfshlutfall er 100 % og umsóknafrestur til 14. júní. Frekari upplýsingar má finna hér.

Þá er leitað að deildarforseta í hönnun sem ber ábyrgð á listrænni og akademískri stefnumótun fagsviðsins og útfærslu hennar í námi, kennslu og rannsóknum í samstarfi við sviðsforseta. Hann leiðir faglegt samtal deildarinnar, sinnir starfsmannahaldi, málefnum nemenda og almennri starfsemi deildar. Starfshlutfall er 100% og umsóknafrestur til 14. júní. Frekari upplýsingar má finna hér.
















Yfirlit



eldri fréttir