HÖNNUNARMARS 2009 | VIÐBURÐIR



26. mars 2009

30 vöruhönnuðir glæða tóm rými nýju lífi | Opnun

Föstudagur 27.03 kl.17:00 - 20:00 | Bankastræti og Laugavegur, 101 Reykjavík meira
22. mars 2009

7 gluggar | Stórsýning Fatahönnunarfélagsins opnar

26.03 kl.16:00 - 17:30 | Norræna húsið, 101 Reykjavík

Í samstarfi við Nordic Fashion Biennale opnar Fatahönnunarfélag Íslands stórsýningu sína, 7 gluggar. Á henni sýna sjö íslensk fatahönnunarfyrirtæki vörur sínar. Samhliða sýningunni er mikil dagskrá í Norræna húsinu tengd fatahönnun. .
19. mars 2009

Arkitektúr á hvíta tjaldinu

27.03 kl.20:00 - 23:00 | 28.03 kl.20:00 - 24:00 |Norræna húsið, 101 Reykjavík

Sýndar verða heimildamyndir og kvikmyndir sem tengjast hönnun og arkitektúr á mismunandi hátt.
Fös: Kynnir Guðmundur Oddur Magnússon, Koolhas Houselife (2008), Mon Oncle (1958). Lau: Kynnir Guja Dögg Hauksdóttir, My architect (2003), The Fountainhead (1949). meira
20. mars 2009

Á Guðmundsson | Kynning og lifandi tónlist

27.03 kl.16:00 - 19:00 | Bæjarlind 8-10, 201 Kópavogur

Nýjungar í húsgagnahönnun: Erla Sólveig Óskarsdóttir kynnir ný skólahúsgögn ásamt nýjum funda- og viðskiptamannastólum. GoForm, hönnuðir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson kynna nýjar skrifstofuhúsgagnalínur
Tónlistaratriði : Trío Ásgeir Ásgeirssonar .
19. mars 2009

Betri tíð með blóm í haga

27.03 kl.12:15 - 13:00 Opnun | 28.03 kl.00:00 - 24:00 | 29.03 kl.00:00 - 24:00 | Við Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík

FÍLA - Félag íslenskra landslagsarkitekta opinberar innsetningu við Norrænahúsið. Gul blómabreiða sem búin er til úr viðvörunarborðum mun mynda samhangandi ábreiðu alveg frá Tjarnarendanum við Miklubraut og að Norrænahúsinu. meira
24. mars 2009

Erró samkeppni | verðlaunaafhending

27.03 kl.12:00 - 13:00 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík

Hönnunarmiðstöð Íslands, verslunin Kraum og Listasafn Reykjavíkur stóðu fyrir nýstárlegri hönnunarsamkeppni sem fólst í því að hanna nytjahlut með innblæstri eða tilvísun í listaverk eftir Erró. Á þessari sýningu í Hafnarhúsinu eru vinningstillögur og aðrar valdar tillögur sýndar. .
26. mars 2009

Erró samkeppni | verðlaunaafhending

Föstudagur 27.03 kl.12:00 - 13:00 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík meira
20. mars 2009

Fatamarkaður og tónleikar

27.03 kl.20:00 - 00:00 | Norræna húsið, 101 Reykjavík

Hluti af Nordic Fashion Biennale .
19. mars 2009

Graphic Design quiz

26.03 kl.20:00 - 22:00 | Vínbarinn, Kirkjutorg 4, 101 Reykjavík

Létt spurningakeppni um grafíska hönnum fyrir alla áhugasama. meira
22. mars 2009

Götugallerí Hönnunarmiðstöðvar

24.03 kl.15:00 | 26.03 | 27.03 | 28.03 | 29.03 | Austurstræti 16, 101 Reykjavík

Götugallerí Hönnunarmiðstöðvar Íslands verður afhjúpað þriðjudaginn 24. mars nk. kl.15. í Austurstræti. Um er að ræða innsetningu grafíska hönnuðarins, Sigga Eggertssonar, í glugga Apóteksins sem snýr að Austurstrætinu. .
19. mars 2009

Harmonikkur í Stíl

28.03 kl.14:00 - 15:00 | Laugavegur 58, 101 Reyjavík

Verslunin Stíll hefur áunnið sér ákveðinn sess í huga íslenskra kvenna. Stíll hefur sannað sig á markaðnum og er þar að finna hágæðafatnað sem svara þörfum íslenskra kvenna sem vilja fylgjast með tískustraumum en þó skapa sinn persónulega stíl. meira
19. mars 2009

Hljómsveitin Mojito í Listasal Mosfellsbæjar

28.03 kl.15:00 - 17:00 | Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Hljómsveitin Mojito leikur blöndu af léttklassík- gítar- latín- og djasstónlist á sýningu Leirlistafélags Íslands ASKA Í ÖSKJU í Listasal Mosfellsbæjar. .
20. mars 2009

Íslensk sjónabók | Kynning

26.03 kl.16:00 - 17:00 | Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík

Útgáfa nýrrar íslenskrar Sjónabókar er mikið ánægjuefni. Bókinni, sem kemur út í HönnunarMars, er ætlað að blása nýju lífi í þennan auðuga formheim sem gömlu sjónabækurnar geyma. Á þessari sýningu í Þjóðminjasafni Íslands gefst gestum tækifæri til að skoða bókina og vinnuna á bak við útgáfuna sem og upprunalegu sjónabækurnar. meira
23. mars 2009

Jeans Team | Tónleikar

26.03 kl. 20:00 | Pikknikk, Grandagarði 8, 101 Reykjavík

Eftir opnunarteiti Hönnunarmiðstöðvarinnar í Saltfélagshúsinu stendur Arkitektafélag Íslands fyrir teiti í Pikknikk salnum. Þar verða tónleikar með hljómsveitinni JEANS TEAM frá Berlín. Hljómsveitina skipa 1 arkitekt og 2 myndlistarmenn. .
18. mars 2009

Kirsuberjatréð tekur á móti gestum

27.03 kl.18:00 - 20:00 | Vesturgata 4, 101 Reykjavík

Opið hús með lifandi tónlist og léttum veitingum. Kirsuberjatréð er verslun 10 hönnuða í einu elsta húsi Reykjavíkur. Einnig verður sýning Ernu kurl project í Herberginu, sýningarsal Kirsuberjatrésins. meira
20. mars 2009

Leirlistasmiðja á Korpúlfsstöðum

28.03 | 29.03 kl.1200 - 18:00 | Korpúlfsstaðir, 112 Reykjavík

Ný vinnuaðstaða Leirlistafélags Íslands opnar í HönnunarMars. Ýmsar uppákomur verða á boðstólnum: örsýning nokkurra félagsmanna, keramikerar verða að störfum og m.a. verður hægt að fá að prófa rennibekk, kynning á íslenskri leirlist, o.fl. .
26. mars 2009

Matarboð | Hinn íslenski leirpottur vígður

Föstudagur 27.03 kl.17:30 - 19:30 Nýló | Nýlistasafnið | Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötu megin, 101 Reykjavík meira
19. mars 2009

Ninný | Lampar og málverk

28.03 kl.17:00 - 18:00 | Iðuhúsið, Lækjargötu, 101 Reykjavík

Kynning á nýrri hönnun á lömpum, sem hver og einn er sérstakt listaverk, lýst upp innanfrá. Ljóðalestur laugardag 28.mars kl.17.00. Ljóð eftir Ella. .
20. mars 2009

Nostrum | Myndlist og tónlist

27.03 kl.17:00 - 18:00 | 28.03 kl.14:00 - 15:00 | Skólavörðustígur 1a, 101 Reykjavík meira
27. mars 2009

Pecha Kucha

Föstudagur 27.03 kl.20:30 - 22:30 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík .
23. mars 2009

Plug In Studio

27.03 | 28.03 kl.17:00 - 19:00 | Saltfélagshúsið, Grandagarði 2, 101 Reykjavík

Plug In Studio er opin vinnustofa sem arkitektastofan KRADS ARKITEKTÚR heldur í samvinnu við Hugmyndahús Háskólanna.

Nánari upplýsingar í síma 840 47 71 meira
22. mars 2009

Rabarbía

28.03 kl.13:00 - 16:00 | Vínberið, Laugavegur 43, 101 Reykjavík


.
18. mars 2009

Súkkulaðigjörningur

27.03 kl.13:00 - 17:00 | Vínberið, Laugavegi 43, 101 Reykjavík

Hafliði Ragnarsson sýnir súkkulaðilistir sínar í Vínberinu. meira
18. mars 2009

Tískuveisla

29.03 kl.16:30 - 20:00 | Norræna húsið, 101 Reykjavík

Lokahátíð HönnunarMars Fatahönnunarfélags Íslands. Haldin verður vegleg tískuveisla þar sem gestir fá að bera augum þverskurð af því sem íslenskir fatahönnuðir eru að fást við í dag. Veitingar og tónlist
.
24. mars 2009

Typecamp FÍT

28.03 | 29.03 kl.10:00 - 16:00 | Saltfélagshúsið, Grandagarði 2, 101 Reykjavík

TypeCamp eru nokkursskonar vinnubúðir grafískra hönnuða, þar sem þeir setjast að í tvo daga og vinna í sameiningu að leturverki í stærri kantinum. Dagana tvo eru allir velkomnir að mæta og fylgjast með hönnuðunum að verki og í lokinn mun standa eftir letur sem er stærra en lífið sjálft.

Nánari upplýsingar í síma 840 47 72 meira
27. mars 2009

Útgáfuteiti | Útgáfa bókarinnar Byggingarlist í augnhæð

Laugardagur 28.03 kl.15:00 - 17:00 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík .
26. mars 2009

Vorsýning nemenda á öðru ári í fatahönnun við LHÍ

Föstudagur 27.03 kl.21:00 - 22:00 | Nasa, við Austurvöll, 101 Reykjavík meira