Nostrum | Myndlist og tónlist

27.03 kl.17:00 - 18:00 | 28.03 kl.14:00 - 15:00 | Skólavörðustígur 1a, 101 Reykjavík

Harpa Dögg Kjartansdóttir sýnir myndlist. Harpa er fædd árið 1982 og útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Harpa hefur unnið verk sín með blandaðri tækni. Undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að gerð klippimynda. Myndlistarsýningin verður  26.,27. og 28.mars  frá kl.11.00 -18.00

Systurnar Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir syngja nokkur lög. Lára Rúnarsdóttir söngkona hefur gefið út 2 sólóplötur.  Hún mun flytja efni af væntanlegri breiðskífu sinni. Margrét Rúnarsdóttir tónlistarnemi í söng og píanóleik mun flytja lög eftir sig og aðra. Söngatriði : Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir,  laugardaginn 28.mars kl.14.00
 
Bræðurnir - Björn Þór Ingason og Arnar Ingi Ingason syngja nokkur lög. Þess má geta að það er 10 ára aldursmunur á þeim bræðrum. Björn Þór er 23 ára og Arnar Ingi á 13 ári. Söngatriði : Björn Þór Ingason og Arnar Ingi , föstudaginn 27.mars kl.17.00