Betri tíð með blóm í haga

27.03 kl.12:15 - 13:00 Opnun | 28.03 kl.00:00 - 24:00 | 29.03 kl.00:00 - 24:00 | Við Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík

FÍLA - Félag íslenskra landslagsarkitekta opinberar innsetningu við Norrænahúsið. Gul blómabreiða sem búin er til úr viðvörunarborðum mun mynda samhangandi ábreiðu alveg frá Tjarnarendanum við Miklubraut og að Norrænahúsinu. Með þessu viljum við vekja athygli á okkar fagi og þeim viðburðum sem félagið mun standa fyrir á þessu ári í samvinnu við Norrænahúsið. Í verkinu felast einnig skilaboð um að fara að beina í ríkara mæli sjónum að nærumhverfi okkar, með því að gera verk sem gleður augað og lítur út fyrir að vera blómabreiða, en er um leið búin til úr viðvörunarborðum, sem er táknrænt fyrir að við þurfum að standa vörð um hvernig við hönnum og meðhöndlum umhverfi okkar.