24.03 kl.15:00 | Austurstræti 16, 101 Reykjavík
Götugallerí Hönnunarmiðstöðvar Íslands verður afhjúpað þriðjudaginn 24.
mars nk. kl.15. í Austurstræti. Um er að ræða innsetningu grafíska
hönnuðarins, Sigga Eggertssonar, í glugga Apóteksins sem snýr að
Austurstrætinu. Síðar munu aðrir hönnuðir fylgja í kjölfarið og sína
verk sín, en Siggi Eggerts mun ríða á vaðið. Þetta er skemmtilegur
undanfari fyrir HönnunarMars sem mun hefjast formlega fimmtudaginn 26.
mars.
www.vanillusaft.com