Eftir opnunarteiti Hönnunarmiðstöðvarinnar í Saltfélagshúsinu stendur Arkitektafélag Íslands fyrir teiti í Pikknikk salnum.
Þar verða tónleikar með hljómsveitinni JEANS TEAM frá Berlín. Hljómsveitina skipa 1 arkitekt og 2 myndlistamenn. Þeir hafa gert garðinn frægan ytra með lögunum eins og ´Oh Bauer´ og ´Keine Melodien´ sem var notað í auglýsingu á nýja Golfinum í Bretlandi á dögunum.
Veitingar verða seldar á barnum. Aðgangseyrir 1.000 kr. Húsið opnar kl. 20.
Alla dagskrá Arkitektafélagsins í HönnunarMars má nálgast
hér.