Fréttir

25.2.2020

Hönnunarsjóður úthlutar 19 ferðastyrkjum í fyrstu úthlutun ársins 2020




Úthlutanir Hönnunarsjóðs 2020 verða þrjár á árinu 2020. Í fyrstu úthlutun ársins veitir sjóðurinn eingöngu ferðastyrki. Tuttugu og átta umsóknir bárust sjóðnum sem veitir að þessu sinni nítján ferðastyrki að upphæð 100 þúsund krónur hver.


Eftirfarandi aðilar hlutu styrki í fyrstu úthutun ársins:

Undirbúningshópur vegna þátttöku Íslands í Arkitektúr tvíæringnum í Feneyjum
, Aðalheiður Atladóttir, Falk Krueger, Sigrún Birgisdóttir, Kristján Örn Kjartansson og Anna María Bogadóttir hlutu þrjá ferðastyrki, 300 þúsund.

Ilmsýning og popup verslun Nordic Angan og Fisher í LA á vegum Nordic Angan hlaut þrjá ferðastyrki, 300 þúsund.

Ferðastyrk að upphæð 100 þúsund krónur hlutu:

Elín Elísabet Einarsdóttir, vegna dvalar í La Wayaka Current, Guna Yala, Panama.

Þóra Finnsdóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Hring eftir Hring, samstarfsverkefni.

Anna C. Leplar, vegna barnabókamessu í Bologna á Ítalíu 2020

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, vegna sýningarinnar Barnabókaflóðið í Riga í Lettlandi

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
, vegna þátttöku í sýningunni Hæ:Hi Designing Friendship í Seattle í október.

Bettina Elverdam Nielsen, vegna þátttöku í Nordic Textíl Meeting í Danmörku í mars.

Massimo Santanicchia, vegna þátttöku í Becoming Cosmopolitan Citizens Architects a report from the Deans of the Schools of Architecture and the Nordic Baltic Academy of Architecture Nbaa, Norman, Oklahoma, USA í mars.

Sigurður Már Helgason, vegna sýningarinnar Sustainble Chairs á EXPO Dubai 2020 í október.

Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir vegna þátttöku í Biennale Terracotta Indonesia.

Lily Adamsdóttir, vegna þátttöku í Across Generations í Danmörku í mars.

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, vegna London Fashion Week í september.

Kristín Eva Ólafsdóttir,
vegna dómnefndarstarfa, The One Club NY.

Hanna Dís Whitehead, vegna þátttöku í Stockholm Furniture & Light Fair í febrúar.       






Í stjórn Hönnunarsjóðs sitja Birna Bragadóttir, ráðgjafi, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, formaður stjórnar, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur, skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Stefán Snær Grétarsson, grafískur hönnuður, Rúna Thors, vöruhönnuður og Hrólfur Karl Cela, arkitekt skipuð af stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Stjórnarsetu Þráins Haukssonar, landslagsarkitekts lauk um áramótin en honum eru þökkuð frábær störf í þágu sjóðsins.

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. 2020 er framlag til sjóðsins 50 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands með umsýslu sjóðsins.

Opið er fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar Hönnunarsjóðs sem fer fram í maí. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins hér.


















Yfirlit



eldri fréttir