Fréttir

3.2.2020

FÍT byrjar árið með örfyrirlestrum og ADC*E Night á KEX Hostel




FÍT byrjar árið með örfyrirlestrum og ADC*E Night á KEX Hostel miðvikudagskvöldið 5. febrúar 2020. Fljótandi veigar meðan byrgðir endast! Frítt inn og allir velkomnir. Á dagskrá eru Art Directors Club of Europe 2019 verðlaun og viðurkenningar verða afhent formlega. Ásamt örfyrirlesturum frá Selmu Rut Þorsteinsdóttur og Birni Jónssyni frá Pipar/TBWA og Viktori Weisshappel Vilhjálmssyni.

Selma Rut Þorsteinsdóttir og Björn Jónsson frá Pipar/TBWA segja frá He for She-herferð UN Women, Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í herferðinni voru íslenskir karlmenn fengnir til að lesa upp frásagnir kvenna frá ýmsum heimshornum af kynbundnu ofbeldi, en vissu ekki að fórnarlambið í síðustu sögunni sat á móti þeim. Herferðin vakti gríðarlega sterk viðbrögð og kom fljótt í ljós að þær sönnu tilfinningar sem þar birtast hreyfa við fólki, óháð landamærum. Herferðin hlaut tilnefningu ADC*E en hefur auk þess hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga hér heima og erlendis, þar á meðal gullverðlaun á Clio awards.

Viktor Weisshappel Vilhjálmssoni segir frá verkefninu Útmeða, var unnið í samstarfi við Rauða Kross Íslands og Landssamtökin Geðhjálp. Með verkefninu tók Viktor fyrir tilfinningar og/eða andlegt ástand sem fólk á það til að fela og útbjó 11 bætur sem hægt er að strauja á föt og bera þannig utan á sér. Viktor var valinn bjartasta von Evrópu (e. Young Creative European of the year) á ADC*E fyrir verkefnið auk þess sem það hlaut silfurverðlaun í flokknum grafísk hönnun. 

Hér er viðburðurinn á Facebook.





















Yfirlit



eldri fréttir