Fréttir

10.1.2020

Umfjöllun um HönnunarMars 2020 í nýjasta Stopover tímariti Icelandair



Tímarit Icelandair, Stopover, fjallar um stærstu hönnunarhátíð landsins og gefur smá innsýn inn í 5 verkefni sem munu líta dagsins ljós á HönnunarMars 2020.

Blaðið fjallar meðal annars um mikilvægi HönnunarMars fyrir hönnunarsamfélagið á Íslandi og aðdráttaraflið sem hátíðin hefur fyrir erlenda sem innlenda gesti til að kynna sér íslenska hönnun í sinni fjölbreyttu og fersku mynd.

Í tímaritinu er hægt að kynna sér 5 hönnunarverkefni sem verða á dagskrá hátíðarinnar í ár en þetta er fyrsti forsmekkur af hvernig dagskráin mun líta út 2020. Það eru Genki Instruments, sigurvegarar Íslensku hönnunarverðlaunanna 2019, Fólk Reykjavík, Farmers Market, Lilý Erla Adamsdóttir og Guðmundur Úlfarsson og Hanna Dís Whitehead sem verða meðal þátttakenda í ár.

Hér er hægt að lesa blaðið í held sinni en umfjöllun um HönnunarMars hefst á síðu 48.

HönnunarMars fer fer fram í tólfta sinn dagana 25 - 29 mars næstkomandi og verða yfir 100 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá. Það má fara að byrja telja niður og niðugt að fylgja hátíðinni á samfélagsmiðlum ( @designmarch) til að fá nýjustu fréttir beint í æð í aðdraganda hátíðarinnar.




















Yfirlit



eldri fréttir