Fréttir

18.12.2019

Ný stjórn kosin á aðalfundi FÍT




Í vikunni var aðalfundur FÍT haldinn þar sem farið var yfir helstu verkefni ársins og ný stjórn kosin.


Helena Rut Sveinsdóttir var kosin inn í stjórn til tveggja ára en hún er fráfarandi fulltrúi nemenda. Hún útskrifaðist úr Listaháskólanum síðastliðið vor og starfar nú hjá Kolofon sem grafískur hönnuður. Í nýrri stjórn verður Helena rödd ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Ólafsvíkingurinn Anton Jónas Illugason var kjörinn fulltrúi nemenda en hann er á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

Linda Ólafsdóttir var endurkjörin fulltrúi Fyrirmyndar í stjórn FÍT til tveggja ára, Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir var einnig endurkjörin í stjórn til tveggja ára sem og Þorleifur Gunnar Gíslason sem var kjörinn varamaður til tveggja ára.

Kristín Eva Ólafsdóttir formaður FÍT situr áfram sem og Gísli Arnarson. 

Sigríður Rún lét af störfum í stjórn og FÍT þakkar henni kærlega fyrir sín störf.

Stjórn FÍT hlakkar til verkefna næsta árs, að halda félaginu öflugu og sýnilegu og styðja við fagið og félagsmenn í Félagi íslenskra teiknara.

Fundargerð aðalfundar má lesa hér.
















Yfirlit



eldri fréttir