Fréttir

11.12.2019

Velheppnaður ráðgjafadagur Hönnunarsjóðs með Icelandic Startups



Myndir/Víðir Björnsson

Fyrsti ráðgjafadagur fyrir styrkþega Hönnunarsjóðs fór fram í gær í Bragganum í Nauthólsvík. Dagurinn er unninn í samstarfi við Icelandic Startups sem stjórnuðu deginum en Hönnunarsjóður og Icelandic Startups undirrituðu á dögunum samning um ráðgjöf til styrkþega og fulltrúa þeirra verkefna sem hlutu styrk.

Vel var mætt á daginn þar sem fram fóru bæði fyrirlestrar, meðal annars frá sigurvegurunum Hönnunarverðlauna Íslands Genki Instruments, og vinnusmiðjur þar sem gafst færi á áhugaverðum samtölum um mótun viðskiptahugmynda. Vegna veðurs var ákveðið að skipta deginum í tvennt og verður seinnihlutinn, þar sem farið verður í markaðssetningu og mentorafundi, eftir áramót.

Fyrirhugað er að hafa ráðgjafadag eftir hverja úthlutun.

Við þökkum Icelandic Startups og öllum kærlega fyrir góðan dag.

Fleiri myndir má finna hér.
























Yfirlit



eldri fréttir