Myndir/Víðir Björnsson
Fyrsti ráðgjafadagur fyrir styrkþega Hönnunarsjóðs fór fram í gær í Bragganum í Nauthólsvík. Dagurinn er unninn í samstarfi við Icelandic Startups sem stjórnuðu deginum en Hönnunarsjóður og Icelandic Startups undirrituðu á dögunum samning um ráðgjöf til styrkþega og fulltrúa þeirra verkefna sem hlutu styrk.
Vel var mætt á daginn þar sem fram fóru bæði fyrirlestrar, meðal annars frá sigurvegurunum Hönnunarverðlauna Íslands Genki Instruments, og vinnusmiðjur þar sem gafst færi á áhugaverðum samtölum um mótun viðskiptahugmynda. Vegna veðurs var ákveðið að skipta deginum í tvennt og verður seinnihlutinn, þar sem farið verður í markaðssetningu og mentorafundi, eftir áramót.
Fyrirhugað er að hafa ráðgjafadag eftir hverja úthlutun.
Við þökkum Icelandic Startups og öllum kærlega fyrir góðan dag.
Fleiri myndir má finna hér.