Inga Sigríður Ragnarsdóttir heldur fyrirlestur um sögu íslenskrar leirlistar frá árinu 1930-1970 núna á sunnudaginn, 24.nóvember kl. 13 í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við skráningu á keramiksafni Önnu Eyjólfsdóttur
Inga Sigríður vinnur nú ásamt Kristínu G. Guðmundsdóttur, listfræðingi að rannsókn á þessu tímabili og fyrirhugað er að gefa út bók á næsta ári í tilefni af því að þá verða 90 ár liðin frá því að framleiðsla hófst á leirmunum á Íslandi í Listvinahúsinu.
Inga Sigríður útskrifaðist úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans og fór síðan í framhaldsnámi til Munchen í keramik og skúlptúr.
Hún hefur starfað sem leirlistamaður og kennt sem stundakennari við Myndlistarskólann í Reykjavík
Inga Sigríður er dóttir Ragnars Kjartanssonar leirkerasmiðs, eins og það var kallað, sem lærði hjá Guðmundi frá Miðdal og var einn af meðstofnendum Funa og seinna einn af stofnendum Glit.
Hér er viðburðurinn á Facebook