Fréttir

19.11.2019

Styrkir Reykjavíkurborgar - framlengdur frestur




Umsóknarfrestur um styrki frá Reykjavíkurborg fyrir starfsemi á árinu 2020 hefur verið framlengdur til 22. nóvember næstkomandi.

Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu
í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:

• félags- og velferðarmála
• skóla- og frístundamála
• íþrótta- og æskulýðsmála
• mannréttindamála
• menningarmála

Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum.
Allar styrkumsóknir sem bárust á fyrri umsóknartímabili, milli 1. september og 1. október, eru áfram í gildi. Það þarf ekki að sækja um aftur.

Lengdur umsóknarfrestur er frá 11. nóvember til 12:00 á hádegi 22. nóvember nk.
















Yfirlit



eldri fréttir