Það er óhætt að segja að húsfyllir hafi verið á málþingi Hönnunarmiðstöðvar, Hannað í hring - hönnun sem tæki til að þróa nýjar leiðir og sjálfbærar lausnir í Iðnó sem haldið var í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands 2019.
Fjalla var um sjálfbærar byggingar, matarhönnun, hönnun velferðarkerfis, hönnun sjálfbærra efna og hvernig hægt er að skilja og einfalda flókin kerfi með hönnun. Þeir sem fóru með erindi voru
Halldór Eiríksson arkitekt/Tark, Valdís Steinarsdóttir, hönnuður, Edda Jónsdóttir frá Stafrænni Reykjavík, Nils Wiberg frá Gagarín og Kristín María Sigþórsdóttir, vöruhönnuður.
Að erindum loknum voru svo snarpar pallborðsumræður um hlutverk hönnunar með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi sem stjórnandi málþingsins
Fanney Birna Jónsdóttir stýrði. Í panel sátu
Sigurður Hannesson frá Samtökum Iðnaðarins, Anna María Bogadóttir arkitekt og lektor í arkitektúr í Listaháskóla Íslands, Andri Snær Magnason rithöfundur, Ásbjörg Kristinsdóttir frá Landsvirkjun og Magnús Þór Torfason, lektor í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum hjá Háskóla Íslands.
Hér má sjá myndir sem ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir tók og má sjá fleiri á Facebook síðu Hönnunarmiðstöðvar
hér.
Hægt er hægt að sjá fleiri myndir á Facebook síðu Hönnunarmiðstöðvar.