Fréttir

29.10.2019

Hátíðarbar í Ásmundarsal í tilefni HönnunarMars - umsóknir óskast



Ásmundarsalur setur upp hátíðarbar í tilefni af HönnunarMars 2020. Hátíðarbarinn var settur upp í fyrsta sinn á hátíðinni 2019 og fékk gríðarlega góðar móttökur.

Björn Steinar Blumenstein, Grandalandi og Lady Brewery voru þeir sem tóku yfir barinn sitthvorn daginn yfir hátíðina 2019.

Ásmundarsalur óskar nú eftir umsóknum frá hönnuðum sem hafa áhuga á að taka yfir hátíðarbarinn yfir HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 25-29. mars.

Fyrir frekari upplýsingar og til að senda inn umsókn vinsamlegast sendið póst á asmundarsalur@asmundarsalur.is - umsóknafrestur til 25. nóvember.

















Yfirlit



eldri fréttir