Félag íslenskra gullsmiða fagnar 95 ára afmæli með sýningunni Eyland í Hörpu. Sýningin opnar laugardaginn 19.október kl. 17.
Þann 19. Október 1925 tóku 15 gullsmiðir sig saman og stofnuðu Félag Íslenskra Gullsmiða.Tilgangurinn var að standa vörð um hagsmuni gullsmiða á Íslandi og stuðla að framþróun og fagmennsku innan greinarinnar.
Félagið hefur frá upphafi rúmað ólíka einstaklinga með ólíkar skoðanir bæði hvað varðar listræna sýn, aðferðafræði og grunnhugmyndir er varða gullsmíði. En félagsmenn hafa sameinast um sameiginlega hagsmuni sína, unnið að því gæta að fagmennsku fagsins, en einnig hafa gullsmiðir stutt við hvorn annan og hefur þá löngum samkenndin staðið ofar samkeppni.
Sýningin Eyland fagnar þessari fjölbreytni en þar sýna gullsmiðir sem spanna breitt litróf greinarinnar, gullsmiðir sem handsmíða hvern grip, gullsmiðir sem framleiða og selja skart víðsvegar um heiminn, á sýningunni sýna einnig gullsmiðir sem eru í þann mund að útskrifast á meðan elsti sýnandinn, Jóhannes Leifsson var til að mynda á fjórða aldursári þegar félagið var stofnað árið 1924.
Þar sýnir einnig elsti starfandi gullsmiður landsins, Dóra G. Jónsdóttir sem var fyrst kvenna kjörin formaður félagsins árið 1974.
Samsýningar félagsmanna hafa verið stór þáttur í sögu og hefðum félagsins síðustu hálfa öld. Þær hafa endurspeglað þá fjölbreyttu flóru en um leið sameinað gullsmiði sem eru hluti af einu minnsta en jafnframt einu elsta fagfélagi landsins.
Nú þegar 95 ár eru liðin frá stofnun félagsins heiðra félagsmenn félagið sem þeim þykir vænt um með sýningu eins og hefð hefur verið fyrir á slíkum tímamótum, fögnum fjölbreytninni, sögunni og félagsskapnum.
Opnun er sem fyrr segir laugardaginn 19. október kl. 17.
Hér eru opnunartímar sýningarinnar:
20. okt kl. 11-18
25. okt kl. 11-18
26. okt kl. 11-18
27. okt kl. 11-18