Geysir frumsýnir nýjustu línu sína, Fýkur yfir hæðir, í porti Hafnarhússins í dag, föstudaginn 18. október. Allir velkomnir.
Salurinn opnar með fordrykk kl. 19:30 en sýningin hefst stundvíslega kl 20:00 þar sem tónar Kiasmosleiða sýninguna.
„
Línan Fýkur yfir hæðir er innblásin af verkum Ásmundar Sveinssonar. Vinnan við línuna hófst í fæðingarorlofi veturinn 2018. Þann vetur varð á vegi mínum stytta nokkur af móður að faðma barn sitt, sem snart streng í hjarta mínu. Þar var á ferðinni einn af fjölmörgum málmskúlptúrum Ásmundar Sveinssonar en verk hans má finna víða í höfuðborginni. Má því segja að rölt mitt um borgina í leit að skúlptúrum Ásmundar hafi haft mikil áhrif á línuna, enda er Reykjavík óþrjótandi innblástur fyrir mig.
Línan er nokkuð minimalísk og undir áhrifum tísku frá tíunda áratugnum og húmor og sérviska eru aldrei langt undan. Sem endranær eru sterkir litir og prjónaðar flíkur hluti af línunni, en ný form líta dagsins ljós í þessari línu. Geysiskonan heldur áfram að þróast en nú bætir hún gallabuxum og ullarkápum við í fataskápinn sinn. Ég er einnig einstaklega ánægð að kynna ykkur nú fyrir manninum hennar, en hann hefur verið í mótun í hugum okkar síðastliðið ár,“ segir
Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis. Hún nam fatahönnun við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og við Central Saint Martins í London. Fýkur yfir hæðir er fimmta lína Ernu fyrir Geysi og munu vörur úr línunni lenda í verslunum daginn eftir sýningu, laugardaginn 19. október.
Veglegir gjafapokar standa til boða fyrir fyrstu hundrað og fimmtíu gesti sem koma, vörur m.a. frá Bioeffect á Íslandi, Omnom Chocolate, Geysi, Davines á Íslandi, Lancômeog fleirum.
Einnig er öllum velkomið að fagna með Geysir í porti Hafnarhússins með léttum veigum fram eftir kvöldi þar sem DJ SURAsér um taktinn.
Hér er viðburðurinn á Facebook.