Fréttir

17.10.2019

Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli með sýningu í Kirsuberjatrénu



Verk eftir Þorbjörgu Þórðardóttur.

Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli sitt í ár og býður af því tilefni til sýningar í Kirsuberjatrénu. Opnunin er þann 17.október næstkomandi og stendur sýningin til 30. október. Þar verða sýnd fjölbreytt verk 45 félagsmanna. Áherslur verkanna eru ólíkar og unnið er með ólíka tækni.

Textílfélagið var stofnað árið 1974 með það að markmiði að kynna list og hönnun félagsmanna, bæði á innlendum og erlendum vettvangi og er félagið meðal aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands og SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna. Félagar textílfélagsins eru í dag 100 talsins.

Opnun verður á fimmtudag milli 17:00 og 19:00.

Opnunartímar eru:
 
Mán-föst: 10-18
Laugardag: 10-17
Sunnudag: 10-17


Þátttakendur í sýningunni eru:

Aðalheiður Alfreðsdóttir
Anna Guðmundsdóttir
Anna Gunnarsdottir
Arnþrúður Ösp Karlsdottir
Ásdís Birgisdóttir
Auður Vésteinsdóttir
Bethina Elverdam Nielsen
Bjargey Ingólfsdóttir
Bryndis Björgvinsdóttir
Edda Mac
Gerður Guðmundsdóttir
Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir
Guðrún H. Bjarnadóttir
Guðrún Borghildur Ingvarsdóttir
Guðrún Kolbeins Jónsdóttir
Heidi Strand
Helena S Kristinsdóttir
Helene Magnusson
Helga Mogensen
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Hrönn Vilhelmsdóttir
Inga Björk Andrésdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Jóna Imsland
Jóna Sigríður Jónsdóttir
Klakabönd - Júlía Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Margrét Friðjónsdóttir
Kristveig Halldórsdóttir
Lára Magnea Jónsdóttir
Lilý Erla Adamsdóttir
Maja Siska
Margrét Guðnadóttir
Olga Bergljót Þorleifsdóttir
Ólöf Einarsdóttir
Päivi Vaarula
Ragna Fróða
Rakel Blomsterberg
Sigríður Ólafsdóttir
Sólrún Friðriksdóttir
Stefania Stefánsdóttir
Ýr Jóhannsdóttir
Þorbjörg Þórðardóttir
Þórey Eyþórsdóttir
Þorgerður Hlöðversdóttir


Hér er viðburðurinn á Facebook.
















Yfirlit



eldri fréttir