Fréttir

15.10.2019

Kula glass by Bryndís komin í úrslit hjá Interior Design Awards




Kula glass eftir Bryndísi Bolladóttur, textílhönnuð er komin í úrslit um yfir bestu hönnun ársins hjá tímaritinu Interior Design, sem er virtur miðill í heimi innanhúshönnunar vestanhafs.

Tímaritið velur bestu hönnun ársins árlega og gaman að sjá íslenska hönnun á þessum lista.
 
Um netkosningu er að ræða og hægt er að kjósa hér.

Kula glass er hluti af Kula línu Bryndísar. Hún veitir hljóðdempum og er fest á gler eins og sjá má á myndum. 



Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um verkefni Bryndísar á heimasíðu hennar hér.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kjósa Bryndísi.
















Yfirlit



eldri fréttir