Umsóknarfrestur í fjórðu og síðustu úthlutun ársins úr Hönnunarsjóði rennur út
á miðnætti 15. október næstkomandi. Úthlutun fer fram þann 7. nóvember.
16.5 milljónum er úthlutað að þessu sinni.
Styrkirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:
þróunar- og rannsóknarstyrkir, verkefnastyrkir, markaðs- og kynningarstyrkir og ferðastyrkir. Nánar um styrki Hönnunarsjóðs má finna á nýrri og endurbættri heimasíðu sjóðsins
hér.
Ef það vakna einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband á
sjodur@honnunarmidstod.is.
Frá úthlutun sjóðsins í vor á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar. Mynd/Eyþór Árna