Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum.
Bleika slaufan 2019 er hönnuð af
Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastræti en í dag, 11. október er Bleiki dagurinn.
AURUM by Guðbjörg hefur fest sig í sessi og fagnar 20 ára afmæli í ár.
Í fyrsta sinn er er Bleika slaufan hálsmen. Vönduð og falleg hönnun þar sem blómin vísa til vellíðunar og jákvæðni en hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd.
Bleika slaufan er fáanleg
hjá söluaðilum og
í vefverslun Krabbameinsfélagsins.
Bleiki dagurinn 2019 er í dag, 11. október og eru landsmenn þá hvattir til að bera slaufuna og klæðast bleiku til að sýna samstöðu og stuðning við konur sem hafa greinst með krabbamein.