Fréttir

10.10.2019

Samstarf 66°Norður og Kormáks & Skjaldar frumsýnt í dag



66°Norður og Kormákur & Skjöldur kynna samstarf sitt i dag, fimmtudaginn 10. október í verslun 66°Norður á Laugavegi milli 17-19.

Um er að ræða nýja útfærslu af Öxi jakkanum tileinkaða íslenskum hestamönnum. Jakkinn er hluti af reiðfatalínu Kormáks og Skjaldar sem er væntanleg í verslanir þeirra. Öxi jakkinn hentar frábærlega í almenna útivist, dags daglega og ekki síður í reiðmennsku líkt og margar flíkur sem 66°Norður hefur framleitt síðustu áratugi. Uppfærða útgáfan af jakkanum eru í litum sem sækja innblástur í munstrin á ullarjökkum eða „tweed“ jakka sem einkennandi eru í vörulínu Kormáks og Skjaldar.

Íslenski hesturinn hefur verið okkar dyggasti þjónn og helsti fararskjóti í gegnum aldirnar og er órjúfanlegur partur af menningu okkar og sögu. Reiðfatalínan okkar er tileinkuð þessari ríku hefð sem ríkir fyrir útreiðum og hestamennsku á Íslandi. Við leggjum okkur fram við að búa til hagnýtan og þægilegan reiðfatnað án þess að gefa eftir í glæsileika og tímalausum stíl“, segir Gunnar Hilmarsson, hönnuður hjá Kormáki og Skildi.

Samstarfið verður kynnt í verslun 66°Norður á Laugavegi í dag,  10. október kl. 17-19.

Hér er viðburðurinn á Facebook.
























Yfirlit



eldri fréttir