Fréttir

8.10.2019

HönnunarMars 2020 I Það borgar sig að falla ekki á tíma




Besti tími ársins, HönnunarMars hátíðin er nær en þig grunar!

Við viljum vekja athygli á því að snemmskráningargjaldi fyrir þátttakendur lýkur á miðnætti fimmtudaginn 10.10.

Snemmskráningargjald er 9.000 kr. og hækkar upp í 18.000 kr á miðnætti fimmtudaginn 10. október. Það borgar sig því að falla ekki á tíma. 


Umsóknarferlið stendur til 10. nóvember en umsóknarferlið er styttra en áður svo tími gefist til að vanda betur til undirbúnings og kynningarstarfs.
 
Hverjir eiga að sækja um?
- hönnuðir, arkitektar, stúdíó og stofur.
- fyrirtæki sem byggja starfsemi sína eða leggja sérstaka áherslu á hönnun eða arkitektúr.
- fyrirtæki sem selja hönnun eða hannaðar vörur.
- menningarstofnanir, söfn og sýningarsalir sem standa fyrir eða hýsa sýningar eða viðburði.
- menntastofnanir á svið hönnunar og arkitektúrs.
 

Það er auðvelt að sækja um á vefsíðu HönnunarMars þar sem allar helstu upplýsingar um gjaldskrá og dagsetningar eru aðgengilegar.
 
HönnunarMars 2020 fer fram dagana 25-29. mars en formleg dagskrá hátíðarinnar er nú fimm dagar, frá miðvikudegi til sunnudags þó allur marsmánuður sé auðvitað undirlagður af hönnun og arkitektúr.
DesignTalks, ráðstefnan í Hörpu, fer fram fimmtudaginn 26. mars en miðasala á DesignTalks opnar fljótlega.
 
Ýttu hér til að sækja um þátttöku á HönnunarMars 2020.
 
Ef frekari spurningar vakna endilega sendu fyrirspurn á info@honnunarmars.is.
















Yfirlit



eldri fréttir