Fréttir

4.10.2019

Hönnunarsafnið um helgina - smástundamarkaður As We Grow og lokadagur Borgarlandslags




Á morgun, 5. október verðu barnafatamerkið As We Grow með sýnishornasölu í Hönnunarsafninu og á sunnudaginn, 6. október er Paolo Gianfrancesco með fyrirlestur á lokadegi sýningarsinnar Borgarlandslag.

Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, barnafatamerkið AS WE GROW verður með sölu á sýnishornum og vörum úr fyrri fatalínum laugardaginn 5. október frá 12 – 17 í Hönnunarsafni Íslands. Peysur og kjólar frá 5.000 kr., kápur frá 5.500, buxur og skyrtur frá 3.000 kr. Það verður líf í tuskunum.

Í umsögn dómnefndar á Hönnunarverðlaunum 2016 um As We Grow segir:
Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.

Hér er viðburðurinn á Facebook.



Fyrirlestur með meiru á lokadegi sýningarinnar Urban Shape/Borgarlandslag

URBAN SHAPE - Vangaveltur um borgir og borgarkort. Frásögn af því hvernig og af hverju borgir verða til. Sunnudaginn 6. október kl. 13 verður Paolo Gianfrancesco með fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands um hvernig borgir eru mögulega magnaðasta sköpunarverk mannsins. Þið sem hafið komið á leiðsagnir eða fyrirlestra hjá Paolo vitið að þetta verður magnað.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgangseyrir að safninu gildir.

Viðburðurinn á Facebook.

















Yfirlit



eldri fréttir