Fréttir

3.10.2019

Arkitektagöngur um landið á Alþjóðlegum degi arkitektúrs




Í tilefni af Alþjóðlegum degi arkitektúrs mánudaginn 7. október ætla félagsmenn í Arkitektafélagi Íslands að bjóða upp á göngur fyrir unga sem aldna um arkitektúr.

Alþjóðlegur dagur arkitektúrs er haldinn alþjóðlega fyrsta mánudag í október ár hvert. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli almennings á hinu byggða umhverfi.
Allar göngurnar hefjast á sama tíma kl. 17:30.

Göngurnar sem farnar verða í ár eru:

Efstaleitið:
Helgi Mar Hallgrímsson arkitekt og Ingvi Þorbjörnsson byggingarfræðingur hjá Arkþing leiða göngu um Efstaleitið. Gangan hefst í sýningarrými Skugga, Efstaleiti 27.
Viðburður á Facebook

Hverfisgata 40 til 44 – Brynjureitur
Guðmundur Gunnarsson arkitekt hjá Urban arkitektum og Guðrún Fanney Sigurðardóttir arkitekt leiða göngu um Hverfisgötu 40-44. Gangan hefst fyrir framan Hverfisgötu 40.
Viðburður á Facebook

Landakotstún og nágrenni
Sigríður Magnúsdóttir arkitekt leiðir göngu um Landakotstún og nágrenni og rýna í spor sögunnar. Gangan hefst við skrúðgarðinn á horni Garðastrætis og Túngötu.

Viðburður á Facebook

Arnarnesvogur – Garðabæ                                                                                                          

Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum mun leiða göngu um veitingahús sem verið er að risa í Arnarnesvogi í Garðabæ. Gangan hefst fyrir framan húsið og verður það sýnt að utan sem að innan.

Viðburður á Facebook.

Helgugata og Skúlagata – Borgarfjörður 
                                                                                       
Sigursteinn Sigurðsson, arkitekt, leiðir göngu um Helgugötu og Skúlagötu. Á leiðinni verða verk eftir nafntoguðu arkitektana Halldór H. Jónsson, Sigvalda Thordarson og Guðjón Samúelsson skoðuð. Gangan hefst við Helgugötu 13.

Viðburður á Facebook

Við hvetjum unga sem aldna til að mæta og njóta!



















Yfirlit



eldri fréttir