Fréttir

2.10.2019

Íslenska barnafatamerkið As We Grow vinnur til verðlauna




Íslenska barnafatamerkið As We Grow var valið besta umhverfivæna fatamerkið af breska miðlinum Junior Magasine. Verðlaunin eru veitt árlega og er As We Grow í hópi flottra merkja sem hlutu verðlaun í ár. 


Hér er hægt að sjá alla tilnefnda.

„Okkur þykir einstaklega vænt um að fá Eco verðlaunin núna, erum búnar að leggja mikið á okkur í þessum efnum,“ segja eigendur As We Grow, þær Gréta Hlöðversdóttir,  framkvæmdastjóri og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir hönnuður merkisins.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:
„Eitt af okkar uppáhalds barnafatamerkjum - náttúruleg efni og gæði setur þau á annan stall og sú staðreynd að fötin eru framleidd með mannúðleg sjónarmið að leiðarljósi gerir A We Grow að merki sem aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar.“
 
Barnafatamerkið As We Grow einblínir á umhverfisvæna fatahönnun þar sem vandað er til verka, bæði við val á efnum og framleiðsluháttum og meginfókus á tímalausar flíkur sem erfast á milli kynslóða. Merkið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2016.
 
Fyrir frekari upplýsingar bendum við á heimasíðu As We Grow hér.

















Yfirlit



eldri fréttir