Fréttir

1.10.2019

Hannaðu líf þitt - tveggja daga vinnustofa á Akureyri




Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi leiðir tveggja daga vinnustofu og kynna bók þeirra Bill Burnett og Dave Evans, Designing Your Life.
 
Vinnustofan fer fram á Aðalstræti 4 á Akureyri en húsið var gert upp af Minjavernd og hannað sérstaklega með lestur í huga. Gestir hafa aðgang að bókasafni, sameiginlegri seturstofu með kamínu, gufubaði, heitum potti og útisturtu.

Burnett og Evans hafa kennt afar vinsælt námskeið við Stanford háskóla sem ber heitið Designing Your Life og hefur nýst fjölmörgum við að breyta lífi sínu. Þeir félagar trúa því að breytingar krefjist ferils, hönnunarferils, til að við getum áttað okkur á því hvernig lífi við viljum lifa og hvernig það líf getur orðið að veruleika. Aðferðin felst í því að hugsa eins og hönnuðir, og hanna og búa sér líf þar sem við blómsturm – á hvaða aldri sem er. 

Ragnhildur Vigfúsdóttir var í fyrsta hópi markþjálfa sem sótti þjálfun hjá Burnett og Evans sumarið 2018 og fékk í kjölfarið réttindi sem Designing Your Life Certified Coach og er eini Íslendingurinn sem státar af því.

Ragnhildur nýtir aðferðafræðina með markþegum sínum á ýmsan hátt og kynnir þær á þessari vinnustofu. Ragnhildur hefur unnið að flestum sviðum mannauðsmála sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi, starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og sem ráðgjafi hjá Zenter. Ragnhildur er með MA í sögu og safnfræðum, með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði, alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi, NLP master coach og Certified Dare to Lead™ Facilitator sem þýðir að hún má halda stjórnendanámskeið byggð á fræðum Dr Brené Brown.
 
Nánar um námskeiðið og verð má finna hér.

Til þess að bóka námskeiðið hafið samband við 
bookings@place-to-read.com
 

















Yfirlit



eldri fréttir