Fréttir

27.9.2019

Leita að hönnuðum til að þróa einkennis- og kynningarefni fyrir verkefnið Ferðamennska og náttúruvernd




Hönnunarmiðstöð, Orkustofnun og Umhverfisstofnun leita að hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis- og kynningarefnis fyrir verkefnið Ferðamennska og náttúruvernd sem er hluti af Gagnvegir góðir, formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019.
 
Verkefnið fjallar um ferðamennsku á Norðurlöndunum sem hefur verið í örum vexti undanfarin ár og miðar að því að auka þekkingu, efla gæði og deila reynslu um ferðamennsku í viðkvæmri náttúru á norðlægum slóðum.

Hönnunarmiðstöð, Orkustofnun og Umhverfisstofnun halda utan um ólíka þætti verkefnisins en unnið verður með samræmt einkenni, tón og útlit. Verkið snýst um ásýnd verkefnanna á vinnslutíma, en eftir því sem vinnunni vindur fram verða til einstakar afurðir eða verkefni sem geta orðið hluti af verkinu.
Verkefnið er að hanna og útfæra myndrænt einkenni, áferð, tón, (merki / letur) í samstarfi við verkefnahóp, ásýnd gagna, vefsíðu, efni fyrir samfélagsmiðla o.fl.
Gert er ráð fyrir að vinna hefjist strax og að nýtt einkenni verði tilbúið sem fyrst.
 
Áhugasamir sendi upplýsingar um nálgun, teymi, áhuga og tímaverð í netfangið info@honnunarmidstod.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 8. október.



Einungis er beðið um skriflegar útskýringar á 1-2 A4 blöðum. Ekki er beðið um tillögur eða myndrænar útfærslur og nóg að vísa í fyrri verk eða annað efni. Vinnuhópur samstarfsaðila verkefnisins, velur 3-4 aðila úr innsendum umsóknum og boðar til fundar að ræða mögulegt samstarf. Samstarfsaðili verður valinn í kjölfarið.



Fyrir frekari upplýsingar eða spurningar vinsamlegast hafið samband á info@honnunarmidstod.is.
















Yfirlit



eldri fréttir