Fréttir

10.9.2019

Hönnunarsjóður 3 úhlutun 2019 I 15 verkefni fá ferðastyrk



Frá sýningu Hildar Yeoman á HönnunarMars 2019 en hún fær ferðastyrk til Parísar að þessu sinni.

Þriðja úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2019 fór fram í dag, 10. september. Að þessu sinni úthlutar Hönnunarsjóður 1.5 milljónum króna í ferðastyrki til 15 verkefna.

Alls bárust 24 umsóknir en sjóðurinn veitir 15 styrki að upphæð 100.000 krónur hver í þessari úthlutun. 

Alls er úthlutað fjórum sinnum á árinu en sjóðurinn hefur um 50. millj til úthlutunar. Næsti umsóknarfrestur fyrir almenna- og ferðastyrki er 15. október.
Hér má finna nánari upplýsingar um Hönnunarsjóð og helstu dagsetningar. 



Eftirfarandi aðilar hlutu ferðastyrk að þessu sinni:

Tinna Gunnarsdóttir v. Frá Kolstöðum til Los Angeles
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir v. Elemental Iceland, Florida
Döðlur v. Hedgehog, Pólland
Birta Rós Brynjólfsdóttir v. Crossover, London Design Fair
Helga Ragnhildur Mogensen v. Sieraad, Amsterdam
Ástríður Birna Árnadóttir v. Daylight symposium og Healthy buildings, París
Hildur Björk Yeoman v. Premiére Vision, París
Nordic angan v. rannnsóknarferð, París
Steinunn v. Hattasýning, Rússland
Helicopter v. Premiere Vision, París
Rósa Hrund Kristjánsdóttir v. ADC*E, Barcelona
Alexandra Buhl v. ADC*E, Barcelona
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir v. FLOW, Japan
Ólöf Erla Bjarnadóttir v. FLOW, Japan
Birta Fróðadóttir v. Le Corbusier, Lyon

 

Döðlur fara með Hedgehog húsið til Póllands.
















Yfirlit



eldri fréttir