Mynd/ Saga Sig
Íslenska fatamerkið AFTUR hlýtur tilnefningu til
umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019 þar sem þemað er sjálfbær neysla og framleiðsla - sem er tólfta sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna.
„
Á okkar tímum er umræðan um loftslagsmál oft á neikvæðum nótum, og skiljanlega, verkefnin sem hafa hlotið tilnefningu í ár eru leiðarljós sem gefa framtíðinni bjartari blæ. Þau bera hvert um sig vitni um einstakt hugvit og útsjónarsemi og virka sem hvatning til okkar allra til að skapa eitthvað nýtt og feta aðrar slóðir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Íslands, þegar hann kynnti verkefnin sem tilnefnd eru til umhverfisverðlaunanna í ár á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri.
Eins og segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði var AFTUR stofnað árið 1999 með það að leiðarljósi að endurnýta textíl til hönnunar á tímalausum fatnaði út frá hugmyndafræðinni „slow fashion“. Slagorð AFTUR „endurvinnið eða deyið“er vel í samræmi við tíðarandann núna þar sem einugis 500 grömm af hverju framleiddu tonnu af textíl eru endurseld.
Ýttu
hér til að lesa meira um tilnefningu AFTUR.
Sænski umhverfisaktívistinn Greta Thunberg er einnig meðal tilnefndra og þess má geta að annað fatamerki er á lista tilnefndra í ár en það er færeyska fatamerkið GUDRUN&GUDRUN sem nýtir færeyska lambaull og gærur sem áður var úrgangsvara og gerir prjónapeysur. Meira
hér.
Ýttu
hér til að lesa um allar tilnefningarnar.
Norðurlönd eru með stærstu neytendum heims þegar kemur að efnisfrekum varningi og þjónustu og markmið verðlaunanna er að heiðra snjöllustu og árangursríkustu verkefnin á Norðurlöndum sem leggja grunn að sjálfbærari framtíð.
„Sjálfbær neysla og framleiðsla snertir mörg svið samfélagsins. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar tillögur bárust. Öll þessi góðu verkefni og raddir sýna glöggt að Norðurlönd geta breytt neyslumynstri sínu,“ segir Ethel Forsberg, formaður dómnefndarinnar.
Fylgstu með AFTUR á Facebook
hér.