Valdís Steinsdóttir og Tuula Pöyhönen í sendiráðinu í morgun.
Þessa dagana stendur yfir Helsinki Design Week og tók íslenski hönnuðurinn Valdís Steinsdóttir þátt í Design Diplomacy viðburði á vegum íslenska sendiráðsins í Helsinki.
Design Diplomacy viðburðurinn í Helsinki er sama sniði og á HönnunarMars þar sem erlendir sendiherrar bjóða hönnuðum frá sínum heimalöndum til opins samtals við finnska kollega í samstarfi við Helsinki Design Week.
Sem fyrr segir var Valdís Steinarsdóttir, hönnuður fulltrúi Íslands og átti skemmtilegt og áhugavert samtal við kollega sinn frá Finnlandi, Tuula Pöyhönen á heimili sendiherrans Íslands í Helsinki, Árna Þórs Sigurðssonar, í morgun, 6. september. Fullt var á viðburðinn sem byrjaði á morgunverði sem var sérhannaður af Lars Sonck og Onni Törnquist. Í tengslum við Design Diplomacy er svo sýning á Helsinki Design Week frá fulltrúm landanna sem taka þátt.
Valdís er hönnuður sem fókuserar á tilraunir með efni með það að markmiði að finna lausnir við umhverfis- og samfélagslegum málefnum. Á HönnunarMars 2019 kom hún að þremur sýningum, Bioplastic Skin, Kynjakokteil og hrossahúð breytt í litríka hversdagshluti.
Design Diplomacy verður fjórða árið í röð á
HönnunarMars 2020 en hugmyndin er í eigu hönnunarvikunnar í Helsinki þar sem sérsniðin spurningarspjöld er notuð til að hefja hönnunarmiðaða umræðu.
Meira um Helsinki Design Week
hér.
Fullt hús í sendiráðinu.
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra bauð gesti velkomna.