Dagana 5-7 september ætla 10 íslensk fatamerki að taka höndum saman og setja upp Pop Up verslun á Laugavegi 7.
Í boði verða glænýjar vörur í bland við gullmola af gömlum lagerum svo það ætti vera hægt að gera góð kaup.
Þeir hönnuðir sem taka þátt eru:
Bið að heilsa niðrí Slipp, Eygló, Helicopter, Hlín Reykdal, Huginn Muninn, Hugleikur Dagsson, Kismet, Kyrja, Milla Snorrasonog Sævar Markús.
Opnunartímar eru eftirfarandi:
10-19 fimmtudaginn 5. september
10-19 föstudaginn 6. september
11 - 18 laugardaginn 7 september.
Hér má finna viðburðinn á Facebook.