Fréttir

3.9.2019

Alþingi samþykkir breytingu á skattlagningu á höfundarréttuvörðu efni



Myndin tengist fréttinni ekki beint. Frá sýningu Stúdíó Portland á HönnunarMars 2019.

Alþingi samþykkti í gær frumvarp fjármálaráðherra um að breyta skattlagningu á höfundarréttarvörðu efni. Verður höfundarréttur jafngildur eignarrétti og skattlagning færð yfir í fjármagnstekjuskatt.


Samkvæmt frumvarpinu sem samþykkt var í gær er lagt til að höfundagreiðslur vegna verka sem þegar hafa verið gerð opinber, verði skattlagðar sem eignatekjur (fjármagnstekjur) í stað launatekna.
 
Um er að ræða tekjur er skapast vegna afnota en ekki tekjur af sölu eintaka eða öðru því líku. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um málið kom fram að með frumvarpinu væri ekki ætlunin að hrófla við þeirri meginreglu að greiðslur vegna frumsölu, sem og sölu á eintökum verka sem jafna mætti við hverja aðra vörusölu, svo sem sölu á bókum, tónlist, myndverkum, aðgöngumiðum á listviðburði og öðru slíku, teldust til almennra tekna viðkomandi.
 
Óbeinar tekjur af nýtingu á verki féllu undir gildissvið þess, svo sem við á um tekjur vegna flutnings verks í útvarpi eða tónverks í leiksýningu, tekjur vegna notkunar listaverks á tækifæriskort, tekjur vegna upplestrar úr útgefnu bókmenntaverki o.s.frv.



Nánar um málið á vef Alþingis hér. 
















Yfirlit



eldri fréttir