Fréttir

30.8.2019

Hönnunarverðlaun Íslands 2019 - kallað eftir ábendingum!




Hvaða verk á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur skarað fram úr og á skilið Hönnunarverðlaun Íslands 2019? Opið fyrir ábendingar til miðnættis 11. september. 

Óskað er eftir ábendingum en hægt er að benda á eigin verk eða verk annarra. Verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fara fram 14. nóvember 2019.



„Hönnunarverðlaunin eru mjög mikilvæg fyrir okkur sem viðurkenning á vinnu okkar og staðfesting á því að við séum á réttri leið. Þau eru jafnframt mikilvæg fyrir viðskiptavini okkar, samstarfs- og framkvæmdaraðila, en verk arkitekta verða auðvitað til við samvinnu margra. Verðlaun af þessu tagi eru einnig verðmæt kynning fyrir alla hlutaðeigandi og virka hvetjandi fyrir verkkaupa, bæði okkar og aðra, til að leggja metnað í hönnun í verkefnum sínum,“ segja Basalt Arkitektar, handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2018. 


Ýttu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.

Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum; Hönnun ársins 2019 og Besta fjárfesting ársins 2019 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu.
 
Dómnefnd í ár er skipuð þeim Sigríði Sigurjónsdóttur, formaður dómnefndar, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, Sigrúnu Birgisdóttur, arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Herði Lárussyni, grafískum hönnuði og einn af eigendum hönnunarstofunnar Kolofon, Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur, fatahönnuði, stofnandi og meðlimur í hönnunarteyminu IIIF, stofnandi AD og meðlimur í stjórn LungA skólans, Daniel Golling, sem starfar hjá ArkDes, miðstöð fyrir hönnun og arkitektúr í Svíþjóð sem sýningarstjóri hjá arkitektúrsafninu í Stokkhólmi og er fyrrverandi ritstjóri FORM Magazine og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, verkefnastjóra á menntasviði og viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins.
 
Ýttu hér til að senda inn ábendingu.

Ýttu hér til að lesa nánar um verðlaunin.




















Yfirlit



eldri fréttir