Epal afhenti á dögunum Samtökunum ´78 hluta af söluágóða Puffin Pride eftir hönnuðinn Sigurjón Pálsson sem seldur var í takmörkuðu upplagi í tilefni af hinsegin dögum.
Styrktarupphæðin hljóðar upp á
157.500 kr. og mun nýtast samtökunum við hagsmunabaráttu hinsegin fólks á Íslandi.
Epal í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætti við nýjum lunda á markað í tilefni af hinsegin dögum. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og er goggurinn í litum regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegin fólks.
Hér er hægt að skoða fleiri útgáfur af Lundanum úr smiðju Sigurjóns Pálssonar sem fást í Epal.