Fréttir

15.8.2019

Hönnunarsjóður - opið fyrir umsóknir um almenna- og ferðastyrki og endurbætt heimasíða í loftið



Frá styrkveitingu úr Hönnunarsjóði á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar í vor. Mynd/Eyþór Árnason

Búið er að opna fyrir umsóknir um almenna- og ferðastyrki í Hönnunarsjóði. Um er að ræða fjórðu úthlutun árið 2019, umsóknarfresti lýkur á miðnætti þann 15. október og er úthlutun þann 14. nóvember.
 
Þá minnum við á að ennþá er opið fyrir umsóknir í þriðju úthlutun um ferðastyrki í Hönnunarsjóð, en umsóknarfresti lýkur eftir helgi, á miðnætti 20. ágúst næstkomandi og úhlutun fer fram 10. september.
 
Ný og endurbætt heimasíða Hönnunarsjóðs er farin í loftið. Vefsíðan hefur fengið andlitslyftingu og er nú farsímavæn. Með tímanum munu svo upplýsingar um alla styrkþega vera aðgengilegar á síðunni. Það er hönnunarstofan Kólófon sem sér um vefsíðu Hönnunarsjóðs. 
 
Kíktu inn á heimsíðuna hér.
 
Styrkirnir sem um ræðir eru eftirfarandi: þróunar- og rannsóknarstyrkir, verkefnastyrkir, markaðs- og kynningarstyrkir og ferðastyrkir.  Nánar um styrki Hönnunarsjóðs má finna hér en ef það vakna einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband á sjodur@honnunarmidstod.is.


Hér má sjá alla þá sem hlutu styrki úr Hönnunarsjóði á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar í vor ásamt ráðherra og stjórn Hönnunarsjóðs. Mynd Eyþór Árnason.

















Yfirlit



eldri fréttir