Fréttir

15.7.2019

HönnunarMars 2020 - taktu dagana frá!




Taktu frá dagana 25.-29. mars - því þá fer HönnunarMars 2020 fram!
 
 Formleg dagskrá HönnunarMars verður nú fimm dagar, frá miðvikudegi til sunnudags þó allur marsmánuður sé auðvitað undirlagður af hönnun og arkitektúr. DesignTalks, ráðstefnan í Hörpu, fer fram fimmtudaginn 26. mars.
 
HönnunarMars hefur fest sig í sessi sem ein af stærstu hátíðum landsins og varpar ljósi á á fjölbreytta flóru hönnunar og veigamikið hlutverk hennar í samtímanum. Hátíðin sem fer fram í tólfta sinn 2020 er mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi og er viðskiptalegt vægi hátíðarinnar mikið fyrir þátttakendur.
 
Við hvetjum alla hönnuði, arkitekta og áhugafólk um hönnun til að taka þessa daga frá - er jafnvel kjörið að nýta sumarfríið í að byrja að plana? Opnað verður fyrir umsóknir í ágúst..
 
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum HönnunarMars/DesignMarch.

















Yfirlit



eldri fréttir