Fréttir

11.7.2019

Kula by Bryndis á NeoCon hönnunarsýningunni í Chicago


Hér má sjá Bryndísi fyrir utan sýninguna.

Textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir var á dögunum stödd á NeoCon hönnunarsýningunni í Chicago sem var haldin í 51 skiptið núna um miðjan júní.  Yfir 51.000 manns komu á sýninguna í ár.


Neocon er alþjóðleg hönnunarsýning, hugsuð fyrir þá sem þjónusta skrifstofubransann í Bandaríkjunum.

 Hönnun Bryndísar, Kula by Bryndis, var í fyrsta sinn sýningunni í fyrra en þá var hún einnig tilnefnd  sem ein af bestu lausnunum á Hipaward verðlaunaafhendingunni. Auk þess sem hún fékk mikla athygli sem eitt af því eftirtektaverðasta af sýningunni af interior Design síðar það ár, 2018.

Í ár var fékk Bryndís meðal annars að fara á á Gala dinner IIDA  (interior design) þar sem verðlaun voru m.a. veit fyrir besta alþjóðlega verkefnið. One plus parnership fra Hong Kong vann.

Hér má lesa skemmtilega umfjöllun um hönnun Bryndísar í góðum félagsskap hjá An Interior Mag.


ICF group er fyrirtæki sem sér um að kynna hönnun Bryndísar á Bandaríkjamarkaði en það er með sölufulltrúa í yfir 50 fylkjum Bandaríkjanna.
 Á þessari sýningu var ICF group að kynna verk eftir hönnuði á borð við Busk + Hertzog, Magnus Olesen a/s,Karim Rashid, M-S-D-S Studio og Kula by Bryndis.




Ertu með frétt úr hönnunarsamfélaginu sem þú vilt koma á framfæri? Endilega sendu okkur línu á alfrun@honnunarmidstod.is

















Yfirlit



eldri fréttir